Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. mars 2021 22:33
Victor Pálsson
Segir skipti Ronaldo til Juventus hafa mistekist - „Hugsar um eigin tölfræði"
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, segir að dvöl Cristiano Ronaldo hjá Juventus hafi misheppnast.

Ronaldo er enn að raða inn mörkum fyrir Juventus en gengi liðsins á tímabilinu hefur verið ansi slæmt.

Það var markmið Juventus að vinna Meistaradeildina með Ronaldo sem gerði það þrjú ár í röð með Real Madrid.

Juventus er nú dottið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir ansi slæmar frammistöður gegn Porto.

„Juventus keypti hann til að vinna Meistaradeildina en þeir hafa gert enn verr en síðustu ár," sagði Cassano.

„Þeir unnu líka deildina án hans. Að mínu mati hefur hann alls ekki staðist væntingar."

„Hann er einhver sem þú verður að gefa boltann á til að skora, hann hugsar um eigin tölfræði. Ronaldo er ekki sami leikmaður og fyrir fjórum árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner