Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt nafn verður ritað á bikarinn
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður leikið í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna um helgina og er mikil spenna þar.

Franska stórliðið Lyon hefur unnið Meistaradeildina síðustu fimm árin og sjö sinnum í heildina. Í fyrsta sinn í sex ár verður nýtt nafn á bikarnum.

Það er líka þannig að ekkert af liðunum sem er eftir í keppninni hefur unnið hana áður. Það verður því algjörlega nýtt nafn ritað á bikarinn í maí.

Sara Björk Gunnarsdóttir var hluti af liði Lyon sem varð meistari í fyrra og það er einn Íslendingur eftir í keppninni í ár. Það er hin efnilega Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem leikur með Bayern München, þýska stórveldinu.

Fyrri leikir liðanna fara fram á sunnudag en síðari leikirnir fara svo fram viku síðar.

Undanúrslitin:
PSG - Barcelona
Bayern - Chelsea
Athugasemdir
banner
banner