Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. maí 2021 12:35
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - Evrópuspenna í lokaumferð enska boltans
Flautað til leiks í öllum leikjum 15:00
Sadio Mane kom Liverpool yfir.
Sadio Mane kom Liverpool yfir.
Mynd: EPA
Fótbolti.net fylgist með öllu því helsta í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mesta athyglin beinist að baráttunni um sæti í Meistaradeildinni þar sem Chelsea, Liverpool og Leicester berjast um tvö laus sæti.

Liverpool hefur verið á mjög góðu skriði að undanförnu og er komið í fjórða sæti fyrir lokaumferðina, með jafnmörg stig og Leicester en betri markatölu; fjórum mörkum betra. Chelsea er einu stigi á undan.

Chelsea á útileik við Aston Villa, Liverpool á heimaleik við Crystal Palace og Leicester á heimaleik við Tottenham í lokaumferðinni.

15:00 Lokaumferðin:
Arsenal - Brighton 2-0
Aston Villa - Chelsea 2-1
Wolves - Man Utd 1-2
West Ham - Southampton 3-0
Sheffield Utd - Burnley 1-0
Man City - Everton 5-0
Leeds - West Brom 3-1
Fulham - Newcastle 0-2
Liverpool - Crystal Palace 2-0
Leicester - Tottenham 2-4
17:02
Takk og bless!

Rosalegur dagur... segjum þetta gott í þessari beinu lýsingu. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stendur vaktina á Fótbolta.net og flytur fréttir af viðbrögðum manna eftir lokaumferðina.

Harry Kane tók gullskóinn.

Liverpool og Chelsea fara með Manchester City og Manchester United í Meistaradeildina.

Leicester missti af Meistaradeildinni og fer í Evrópudeildina ásamt West Ham.

Tottenham fer í Sambandsdeild Evrópu en Arsenal og Everton misstu af Evrópusætum.

Eyða Breyta
16:59



Eyða Breyta
16:58
LEIK LOKIÐ! Wolves 1-2 Man Utd
Þá er búið að flauta alla leikina af! Ensku úrvalsdeildinni er lokið! Manchester United á úrslitaleik framundan gegn Villareal á miðvikudag, Evrópudeildin.

Eyða Breyta
16:57
Til hamingju stuðningsmenn Liverpool og Chelsea!

LOKASTAÐAN í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Chelsea 67 stig
----
5. Leicester 66 stig

Leicester og West Ham verða í Evrópudeildinni.

Eyða Breyta
16:56
LEIK LOKIÐ! Aston Villa 1-2 Chelsea
Þrátt fyrir tapið fer Chelsea í Meistaradeildina!

Eyða Breyta
16:56
LEIK LOKIÐ! Sheffield United 1-0 Burnley

Eyða Breyta
16:55
LEIK LOKIÐ! Liverpool 2-0 Crystal Palace
Liverpool fer í Meistaradeildina!

Eyða Breyta
16:54
LEIK LOKIÐ! Leicester 2-4 Tottenham
Leicester missir af Meistaradeildarsæti!

Eyða Breyta
16:53
LEIK LOKIÐ! Man City 5-0 Everton
City er að fara að taka á móti bikarnum eftir nokkrar mínútur.

Eyða Breyta
16:52
MARK! Leicester 2-4 Tottenham
Tottenham fer í Sambandsdeildina. Gareth Bale með sitt annað mark. Leicester fer EKKI í Meistaradeildina. Þvílíkur rússíbanaleikur!

Eyða Breyta
16:52
LEIK LOKIÐ! Leeds 3-1 West Brom
Leeds endar á efra skiltinu. Frábært tímabil hjá þeim í deild þeirra bestu.

Eyða Breyta
16:51
Rautt spjald á Chelsea! - Cesar Azpilicueta missti stjórn á skapi sínu í ágreiningi við Jack Grealish.

Eyða Breyta
16:50
LEIK LOKIÐ! West Ham 3-0 Southampton
West Ham fer í Evrópudeildina!

Eyða Breyta
16:49
LEIK LOKIÐ! Fulham 0-2 Newcastle

Eyða Breyta
16:49
LEIK LOKIÐ! Arsenal 2-0 Brighton

Eyða Breyta
16:48
MARK! Leeds 3-1 West Brom
Hal Robson-Kanu minnkar muninn fyrir fallna West Brom menn. Sárabótamark.

Eyða Breyta
16:47
MARK! Fulham 0-2 Newcastle
Fabian Schar skorar af vítapunktinum.

ERUM AÐ DETTA Í UPPBÓTARTÍMA Í LEIKJUNUM!

Eyða Breyta
16:46
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Chelsea 67 stig
----
5. Leicester 66 stig

Eyða Breyta
16:45
MARK! West Ham 3-0 Southampton
Declan Rice. Leik lokið.

Eyða Breyta
16:44
MARK! Leicester 2-3 Tottenham

NÚ ER ALLT AÐ HRYNJA HJÁ LEICESTER! Gareth Bale skorar! Leicester vildi fá hendi í aðdragandanum en ekkert dæmt!

Nú þarf Leicester tvö mörk!

Eyða Breyta
16:43
Tottenham var hársbreidd frá því að komast yfir gegn Leicester og endanlega eyðileggja vonir heimamanna.

ÞAÐ ERU UM 5 MÍNÚTUR EFTIR AF LEIKJUNUM

Eyða Breyta
16:42
Aguero setur met
Sergio Aguero (184 fyrir Manchester City) slær úrvalsdeildarmet yfir flest mörk skoruð fyrir eitt félag. Wayne Rooney skoraði 183 fyrir Manchester United. Þvílíkur dagur til að slá þetta met!

Eyða Breyta
16:39
MARK! Leeds 3-0 West Brom
Patrick Bamford skorar sitt 17. úrvalsdeildarmark á tímabilinu! Sautjánda! Skoraði úr víti.

Eyða Breyta
16:38
MARK! Man City 5-0 Everton
Sergio Aguero aftur! Hann er að njóta sín í botn!

Eyða Breyta
16:38
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Chelsea 67 stig
----
5. Leicester 67 stig

Eyða Breyta
16:37
VÁÁÁ! DRAMATÍK! NÚ ER CHELSEA Á LEIÐINNI Í MEISTARADEILDINA!

Eyða Breyta
16:35
MARK! Leicester 2-2 Tottenham
BÍDDU BÍDDU! Kasper Schmeichel með sjálfsmark! ÞVÍLÍK MARTRÖÐ FYRIR DANSKA MARKVÖRÐINN!

Ætlaði að kýla hornspyrnu frá en kýldi boltann í eigið mark!

Eyða Breyta
16:34
MARK! Liverpool 2-0 Crystal Palace
Aftur skorar Liverpool! Sadio Mane með skot sem breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu. Annað mark Mane.

Liverpool verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili!

Eyða Breyta
16:34
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Leicester 69 stig
----
5. Chelsea 67 stig

Eyða Breyta
16:32
MARK! Man City 4-0 Everton
Sergio Aguero! JÁ!!! Aguero skoraði!

Eyða Breyta
16:31
MARK! Aston Villa 2-1 Chelsea
Ben Chilwell! Chelsea minnkar muninn... það eru u.þ.b. 20 mínútur eftir af leikjunum. Spenna.

Eyða Breyta
16:30
Þess má geta...

Að ef Chelsea endar í fimmta sæti (eins og staðan er núna) þá mun liðið fá Meistaradeildarsæti ef liðið vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta laugardag.

Þá yrðu fimm fulltrúar frá Englandi í Meistaradeildinni.

Eyða Breyta
16:28
Vilja Tammy aftur í treyju Aston Villa.


Eyða Breyta
16:26
Þarna kom hann! Sergio Aguero kominn inn af bekknum hjá City. Allir 10 þúsund rísa á fætur í stúkunni. 65 mínútur á klukkunni og Englandsmeistararnir eru 3-0 yfir.

Eyða Breyta
16:24


Eyða Breyta
16:21
Tíðindi af Chelsea á Villa Park... Timo Werner kom boltanum í markið en dæmdur rangstæður! Ekki í fyrsta sinn... Enn er 2-0 fyrir Aston Villa!

Eyða Breyta
16:20
Liverpool hefur átt 15 marktilraunir á Anfield. Crystal Palace ekki átt skot síðan á 14. mínútu. Eftir fína byrjun Palace hefur heldur betur dregið af gestunum. Enn er 1-0 fyrir Liverpool.

Eyða Breyta
16:19
MARK! Arsenal 2-0 Brighton
Nicolas Pepe búinn að skora aftur. Í stuði á lokadeginum.

Eyða Breyta
16:18
Það braust út gríðarlegur fögnuður á King Power vellinum, heimavelli Leicester, þegar fréttir bárust af því að Aston Villa væri komið í 2-0 gegn Chelsea!

Það eru senur í gangi!

Eyða Breyta
16:17
MARK! Man City 3-0 Everton
Phil Foden skorar eftir samvinnu Gabriel Jesus og Raheem Sterling. Stuðningsmenn City kalla eftir því að fá Sergio Aguero inn af bekknum.

Eyða Breyta
16:14
MARK! Aston Villa 2-0 Chelsea
Anwar El-Ghazi skorar af vítapunktinum!

Eyða Breyta
16:13
Aston Villa að fá vítaspyrnu! Það er allt að fara í vaskinn hjá Chelsea!!! Jorginho braut á Bertrand Traore.

Eyða Breyta
16:12
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Leicester 69 stig
----
5. Chelsea 67 stig

Eyða Breyta
16:10
MARK! Leicester 2-1 Tottenham


Vardy skorar aftur af punktinum! Leicester aftur komið í topp fjóra, á kostnað Chelsea!

Eyða Breyta
16:08
Drama á King Power... Leicester að fá aðra vítaspyrnu!!! Davinson Sanchez brýtur á Jamie Vardy!

Eyða Breyta
16:08
Edouard Mendy, markvörður Chelsea, lenti á stönginni og meiddist. Kepa Arrizabalaga er kominn í markið. Áhyggjuefni fyrir Chelsea en liðið mætir Manchester City í úrslitum Meistaradeildarinnar næsta laugardag.

Eyða Breyta
16:06
MARK! Arsenal 1-0 Brighton
Nicolas Pepe skorar fyrsta markið í seinni hálfleik. Þá hefur verið skorað í öllum leikjum.

Eyða Breyta
16:03

Juan Mata fagnar marki sínu. Jæja seinni hálfleikurinn farinn af stað á einhverjum völlum.

Eyða Breyta
15:58


Harry Kane skoraði fyrir Tottenham. Í kveðjuleik sínum?

Hann er nú búinn að taka forystuna í baráttunni um gullskóinn. Er með 23 mörk. Mo Salah í öðru sæti með 22 mörk.

Eyða Breyta
15:53
Hálfleikur í leikjunum! Svakaleg spenna í Meistaradeildarbaráttunni!

HÁLFLEIKSTÖLUR:
Arsenal - Brighton 0-0
Aston Villa - Chelsea 1-0
Wolves - Man Utd 1-2
West Ham - Southampton 2-0
Sheffield Utd - Burnley 1-0
Man City - Everton 2-0
Leeds - West Brom 2-0
Fulham - Newcastle 0-1
Liverpool - Crystal Palace 1-0
Leicester - Tottenham 1-1

Eyða Breyta
15:52
MARK! Wolves 1-2 Man Utd
Juan Mata úr víti. Þetta mark kom í blálok fyrri hálfleiksins. Donny van de Beek krækti í vítið eftir að Mike Dean dómari fór í VAR skjáinn.

Eyða Breyta
15:47
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Chelsea 67 stig
----
5. Leicester 67 stig

Eyða Breyta
15:46
MARK! Aston Villa 1-0 Chelsea
Bertrand Traore skorar fyrir Villa! Hornspyrna af æfingasvæðinu. Thomas Tuchel tekur vænan sopa af vatnsflöskunni sinni. Þvílík spenna!

Eyða Breyta
15:45
MARK! Leeds 2-0 West Brom
Kalvin Phillips skorar sitt fyrsta úrvalsdeildarmark. Óskum honum til hamingju með það. En Sam Johnstone í marki WBA átti að gera betur.

Eyða Breyta
15:43
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Chelsea 68 stig
----
5. Leicester 67 stig

Eyða Breyta
15:42
MARK! Leicester 1-1 Tottenham
Harry Kane!!! Stór tíðindi frá King Power vellinum.

Eyða Breyta
15:42
Gylfa brást bogalistin - Everton fékk vítaspyrnu gegn Manchester City en Ederson varði spyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. City 2-0 yfir í þeim leik.

Eyða Breyta
15:41
MARK! Wolves 1-1 Man Utd
Nelson Semedo jafnar. Fabio Silva átti stoðsendinguna.

Eyða Breyta
15:40
Enn 0-0 hjá Chelsea gegn Aston Villa. Eins og staðan er núna eru Liverpool og Leicester á leið í Meistaradeildina.

Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Liverpool 69 stig
4. Leicester 69 stig
----
5. Chelsea 68 stig

Eyða Breyta
15:37
MARK! West Ham 2-0 Southampton
Pablo Fornals skorar aftur. Evrópugleði hjá stuðningsmönnum West Ham.

Eyða Breyta
15:36
MARK! Liverpool 1-0 Crystal Palace
Sadio Mane skorar! Boltinn dettur af Firmino á Mane sem skóflar boltanum yfir línuna. RISAMARK fyrir Liverpool!

Eyða Breyta
15:31
MARK! West Ham 1-0 Southampton
Pablo Fornals. West Ham á leið í Evrópudeildina.

Eyða Breyta
15:30

Enn markalaust á Anfield. Nat Phillips að fá sárabindi um höfuðið, hann heldur leik áfram.

Eyða Breyta
15:29
Manchester City hótar því að skora fleiri mörk. Nær því að skora þriðja mark sitt en Everton að minnka muninn.

Eyða Breyta
15:28
MARK! Fulham 0-1 Newcastle
Joe Willock! Sá hefur verið funheitur síðan hann var lánaður frá Arsenal til Newcastle. Fallegt mark. Hann að skora í sjöunda leiknum í röð!

Eyða Breyta
15:28
MARK! Sheffield Utd 1-0 Burnley
David McGoldrick að skora í stálborginni.

Eyða Breyta
15:27


Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate er á Aston Villa - Chelsea.

Eyða Breyta
15:25
Vondar fréttir fyrir Leicester. Miðvörðurinn Wesley Fofana haltrar af velli meiddur. Frakkinn ungi með tárin í augunum. Nampalys Mendy kemur inn.

Í Liverpool var Mo Salah að fara illa með dauðafæri. Vicente Guaita markvörður Palace gerði vel í að verja.

Eyða Breyta
15:22
Staðan í baráttunni um Meistaradeildarsæti:
3. Leicester 69 stig
4. Chelsea 68 stig
----
5. Liverpool 67 stig

Eyða Breyta
15:21
MARK! Leeds 1-0 West Brom
Rodrigo skorar eftir hornspyrnu Raphinha. Hans fjórða mark í fjórum leikjum.

Eyða Breyta
15:20
Liverpool fær DAUÐAFÆRI! Miðjumaðurinn ungi Rhys Williams skallar yfir. Enn 0-0 á Anfield.

Eyða Breyta
15:19
MARK! Leicester 1-0 Tottenham
STÓR TÍÐINDI! Jamie Vardy að skora úr vítaspyrnu. Nældi sjálfur í þessa vítaspyrnu og skoraði.

Eyða Breyta
15:17
MARK! Man City 2-0 Everton
Gabriel Jesus bætir við! Frábærlega klárað eftir sendingu frá De Bruyne.

Eyða Breyta
15:15
MARK! Wolves 0-1 Man Utd
Anthony Elanga að skora sitt fyrsta úrvalsdeildarmark! Daniel James með fyrirgjöf sem hinn nítján ára Elanga kláraði.

Eyða Breyta
15:15
MARK! Man City 1-0 Everton
Kevin de Bruyne að skora fyrir meistarana. Afskaplega glæsilegt fótboltamark.

Eyða Breyta
15:14
DAUÐAFÆRI! - Palace byrjar líflega gegn Liverpool! Andros Townsend var að skjóta framhjá úr dauðafæri! 0-0 á Anfield.

Eyða Breyta
15:11
Jack Harrison hélt að hann væri að koma Leeds yfir gegn West Brom en rangstaða dæmd. Enn markalaust í öllum leikjum.

Eyða Breyta
15:07
Strákar, þið verðið að vera í treyjum!


Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, gefur stuðningsmönnum treyjur.

Eyða Breyta
15:04
Wilfried Zaha átti fyrstu marktilraunina á Anfield, hætta á ferðum en Alisson náði að verja.

Eyða Breyta
15:03
Bæði lið Manchester City og Everton stóðu heiðursvörð fyrir Sergio Aguero áður en flautað var til leiks í Manchester. Það er partístemning á vellinum og hljómsveit spilaði fyrir áhorfendur meðan leikmenn hituðu upp.

Eyða Breyta
15:00
LEIKIRNIR ERU FARNIR AF STAÐ! - Það var eitthvað fallegt við að heyra í stuðningsmönnum Liverpool syngja YNWA að nýju á Anfield.

Eyða Breyta
14:56
Jæja þá eru leikirnir að fara af stað eftir örfáar mínútur, við verðum með augun á öllum tíu leikjunum en munum að sjálfsögðu leggja áherslu á mestu spennuna: Baráttuna um að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili!

Eyða Breyta
14:48


Þessi dúllumynd var að berast frá Manchester. Elskum dúllumyndir.

Eyða Breyta
14:45


Þegar rætt er um kveðjustundir þá má Stóri Sam Allardyce ekki gleymast. Hann hættir með West Brom eftir daginn í dag. West Brom verður í Championship-deildinni á næsta tímabili. Hvaða verkefni tekur Stóri Sam að sér næst?

Eyða Breyta
14:41


Ryan Mason er væntanlega að fara að stýra Tottenham í síðasta sinn, í bili að minnsta kosti! Eric Dier og Gareth Bale eru meðal varamanna en Davinson Sanchez er í miðverðinum.

Táningarnir Dane Scarlett (17) og Nile John (18) eru á bekknum. - Verður þetta kveðjuleikur Harry Kane hjá Tottenham?

Tottenham mætir Leicester: Lloris, Doherty, Sanchez, Alderweireld, Reguilon, Winks, Höjbjerg, Bergwijn, Alli, Son, Kane.

Eyða Breyta
14:25
Nánar um byrjunarlið Liverpool gegn Crystal Palace:
Engin breyting á byrjunarliði Liverpool. Georginio Wijnaldum er með fyrirliðabandið en miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hans framtíð. Er hann á leið til Barcelona?

Fyrirliðinn Jordan Henderson er á bekknum eins og áður segir. Hann hefur verið frá síðan hann fékk högg gegn Everton í febrúar.

Liverpool mætir Crystal Palace: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Rhys Williams, Robertson, Wijnaldum, Fabinho, Thiago, Salah, Firmino, Mane.

(Varamenn: Adrian, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Jones, Jota, Tsimikas, Shaqiri, Neco Williams)

Eyða Breyta
14:23


Martin Ödegaard, lánsmaðurinn norski frá Real Madrid, er meðal byrjunarliðsmanna Arsenal. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður.

Arsenal mætir Brighton: Leno, Chambers, Holding, Gabriel, Tierney, Partey, Xhaka, Pepe, Odegaard, Smith Rowe, Aubameyang.

Eyða Breyta
14:21


Marcelo Bielsa er með þá Domenico Berardi og Pablo Hernandez í byrjunarliði sínu í dag. Báðir eru að fara að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Patrick Bamford byrjar á bekknum.

Leeds mætir West Brom: Casilla, Ayling, Berardi, Cooper, Dallas, Alioski, Phillips, Raphinha, Hernandez, Harrison, Rodrigo.

Eyða Breyta
14:18
Íslendingavaktin. Gylfi Þór Sigurðsson með fyrirliðabandið gegn Manchester City.



Eyða Breyta
14:15
Jói Berg byrjar en Pope þarf aðgerð


Burnley er aftur án enska landsliðsmarkvarðarins Nick Pope en hann þarf að fara í minniháttar aðgerð á hné. Áhyggjuefni fyrir Gareth Southgate landsliðsþjálfara sem tilkynnir landsliðshópinn fyrir EM alls staðar á þriðjudaginn.

Jóhann Berg Guðmundsson er meðal byrjunarliðsmanna hjá Burnley sem mætir Sheffield United.

Eyða Breyta
14:12


Hinn nítján ára Anthony Elanga, Donny van de Beek, Juan Mata og Amad Diallo eru meðal byrjunarliðsmanna Manchester United gegn Úlfunum.

Eyða Breyta
14:11
Manchester United er með augun á úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn þegar leikið verður gegn Villarreal í Póllandi. Hvorki Bruno Fernandes né Paul Pogba eru í hóp.



Eyða Breyta
14:08
Sergio Aguero er á meðal varamanna hjá Manchester City í kveðjuleik sínum í ensku úrvalsdeildinni.



Eyða Breyta
14:03
Svona leggur Tuchel línurnar fyrir Chelsea sem mætir Aston Villa. Kante er meiddur og ekki með í leiknum. Mateo Kovacic er á miðjunni.



Eyða Breyta
14:01
Leicester fær Tottenham í heimsókn. Wes Morgan fyrirliði er meðal varamanna en hann leggur skóna á hilluna eftir leikinn. Kelechi Iheanacho kemur inn í byrjunarlið bikarmeistara Leicester.



Eyða Breyta
14:00
Byrjunarliðin eru farin að rúlla inn! - Við byrjum á að sjá hvernig Jurgen Klopp leggur línurnar hjá Liverpool gegn Crystal Palace í leik sem hefst klukkan 15:00. Sigur og Liverpool ætti að öllum líkindum að vera öruggt með Meistaradeildarsæti.

Jordan Henderson er á meðal varamanna en hann hefur verið að glíma við meiðsli.



Eyða Breyta
13:54
Hodgson kveður á Anfield


Roy Hodgson stýrir Crystal Palace í síðasta sinn í dag. Hodgson, sem verður 74 ára í sumar, hefur stýrt fleiri úrvalsdeildarleikjum með Palace en nokkur annar stjóri.

Eyða Breyta
13:40


80 mínútur í að flautað verði til leiks og þeir allra hörðustu eru búnir að koma sér fyrir. Rétt á eftir fara byrjunarliðin að detta inn og við skoðum öll helstu tíðindin í því fram að leikjunum sjálfum.

Eyða Breyta
13:27
Áhorfendur á völlunum


Bielsa er skiljanlega afskaplega vinsæll í Leeds. Hér má sjá stuðningsmann með mynd af Bielsa sem er að gera sig kláran í leik Leeds og West Brom.

Ánægjuefni að það séu áhorfendur, allt að 10 þúsund á leik, í lokaumferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Þessi íþrótt er svo sannarlega ekkert án áhorfenda.

Eyða Breyta
13:23


Jurgen Klopp, stjóri Liverpool
"Ég tel að við þurfum ekki að fylgjast með stöðunni í hinum leikjunum, ekki nema Leicester komist fimm eða sex mörkum yfir. Ég mun ekki fylgjast með öðrum leikjum nema eitthvað mjög furðulegt gerist. Einhver mun láta mig vita ef við þurfum að setja í næsta gír. Markmiðið er að spila það vel svo við þurfum ekkert að hugsa út í hvað önnur lið eru að gera."

Eyða Breyta
13:18
Niður og upp
Sheffield United, Fulham og West Brom eru þegar fallin og engin spenna í botnbaráttunni fyrir lokaumferðina. Kveðjustund hjá þessum liðum í dag. Ljóst er að Watford og Norwich verða í deild þeirra bestu á næsta ári og þá munu Brentford og Swansea leika úrslitaleik á Wembley um þriðja lausa sætið.


Verður Scott Parker næsti stjóri Tottenham?

Eyða Breyta
13:15
Hver verður markakóngur?
Það er barátta um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tveir leikmenn eru jafnir með 22 mörk í efsta sæti.

Lestu nánar um það hér


Harry Kane er líklega að fara að leika sinn síðasta leik fyrir Tottenham í dag en hann hefur lýst því yfir að hann vilji takast á við nýja áskorun á sínum ferli.

Eyða Breyta
13:12
Evrópudeildin
Liðið sem endar í fimmta sæti deildarinnar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sigurvegarar FA-bikarsins eiga einnig að fara í Evrópudeildina, en svo gæti farið að Leicester endi þar. Þá fer liðið í sjötta sæti einnig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrir lokaumferðina er West Ham í sjötta sæti með þremur stigum meira en Tottenham í sjöunda sæti.

Sambandsdeildin
UEFA er að fara af stað með nýja Evrópukeppni, Sambandsdeildina sem verður fyrir neðan Meistaradeildina og Evrópudeildina. Liðið sem vinnur deildabikarinn á að fara í Sambandsdeildina en það er Manchester City sem vann deildabikarinn. Það verður því liðið sem endar í sjöunda sæti sem fer í hana.

Það er mikil og spennandi barátta um sjöunda sætið. Tottenham er þar núna, með jafnmörg stig og Everton. Svo kemur Arsenal með einu stigi minna. Leeds er þremur stigum frá Tottenham en markatalan gerir það í raun ómögulegt að Leeds komist upp í sjöunda sætið.

Eyða Breyta
13:00
Það fer bikar á loft eftir leik Manchester City og Everton en einnig er þetta kveðjustund goðsagnar. Sergio Aguero leikur sinn síðasta leik fyrir Manchester City. Búist er við því að hann gangi í raðir Barcelona.



Aguero er markahæsti leikmaður City frá upphafi. Hann er síðasti leikmaðurinn í hópnum hjá City sem var með 2012 þegar þeir ljósbláu unnu ensku úrvalsdeildina.

Eyða Breyta
12:52
Meistararnir í Manchester City hafa þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og einnig grannarnir í Manchester United sem eru öruggir með annað sætið. Fjögur efstu sætin gefa Meistaradeildarsæti.

Aðeins eitt stig skilur að Chelsea sem er í þriðja sæti og Leicester sem er í fimmta sæti. Leicester er með jafnmörg stig en lakari markatölu en Liverpool.



Hvaða lið fara í Meistaradeildina?
Fjögur efstu lið deildarinnar komast í Meistaradeildina og einnig Chelsea ef liðið endar fyrir utan topp fjóra en vinnur Meistaradeildina. Mest fimm ensk lið geta komist í Meistaradeildina.

Chelsea er öruggt með því að ná Meistaradeildarsæti ef liðið vinnur Aston Villa á Villa Park.

Liverpool og Leicester fara inn í lokaumferðina jöfn með 66 stig en Liverpool er með betri markatölu. Ef Liverpool vinnur Crystal Palace á Anfield 1-0 þá þarf Leicester að vinna Tottenham með fimm marka mun til að enda í fjórða sætinu.

Eyða Breyta
12:48
Kaflaskil hjá Úlfunum

Nuno Espírito Santo hættir sem stjóri Wolves en hann hefur unnið frábært starf fyrir félagið. Sameiginleg ákvörðun segir í yfirlýsingu félagsins. Stuðningsmenn Wolves eru mættir fyrir utan heimavöll félagsins til að kveðja Nuno. Úlfarnir leika gegn Manchester United í dag.

Tekur Nuno við Tottenham?

Eyða Breyta
12:47
Góðan og gleðilegan daginn! - Fótbolti.net fylgist með lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í beinni textalýsingu. Þetta verður annasamur en stórskemmtilegur dagur, það er klárt mál!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner