Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. maí 2021 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum bikarmeistari annað árið í röð - Oskar og Kolbeinn spiluðu
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson varð í dag bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi annað árið í röð.

BATE Borisov mætti Isloch í úrslitaleiknum en Willum var ekki með BATE í leiknum í dag. Án hans tókst BATE að vinna leikinn 2-1 og er liðið bikarmeistari annað árið í röð.

Willum er 22 ára gamall og hefur spilað með BATE frá árinu 2019. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í átta deildarleikjum og sex bikarleikjum.

Oskar spilaði í Svíþjóð
Í sænsku úrvalsdeildinni fékk varnarmaðurinn Oskar Sverrisson tækifæri með Häcken í 3-1 sigri á Varberg. Oskar spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal var ónotaður varamaður hjá Häcken í dag. Valgeir hefur ekki spilað mikið í upphafi tímabils.

Það var markalaust þegar Gautaborg mætti Djurgården. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila mikið með Gautaborg í upphafi tímabils og hann spilaði allan leikinn í dag.

Djurgården er á toppi deildarinnar en Gautaborg situr í tíunda sæti. Häcken er á botni deildarinnar með sex stig en sigurinn í dag var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu.

Davíð kom ekki við sögu
Í norsku 1. deildinni vann Álasund 1-0 sigur á KFUM Oslo. Álasund hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en í dag er aðeins einn Íslendingur hjá félaginu; Davíð Kristján Ólafsson. Davíð kom ekki við sögu í dag, hann var ónotaður varamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner