Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júní 2022 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Engin þjálfararáðning, ekkert mál
Lengjudeildin
HK er á toppnum.
HK er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári skoraði og fékk svo rautt.
Kjartan Kári skoraði og fékk svo rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir lagði Gróttu.
Fylkir lagði Gróttu.
Mynd: Hrefna Morthens
Það voru ellefu mörk skoruð í tveimur leikjum í Lengjudeild karla í kvöld.

HK, sem hefur ekki enn ráðið nýjan þjálfara til frambúðar, er komið á topp deildarinnar eftir flottan heimasigur gegn Kórdrengjum.

Það vantaði mörkin í fyrri hálfleikinn, en þau komu heldur betur í seinni hálfleik. Stefán Ingi Sigurðarson kom HK yfir í upphafi seinni hálfleiks og stuttu síðar skoraði Ásgeir Marteinsson annað mark heimamanna.

„Kórdrengir voru í fyrsta skipti í seinni hálfleik að færa sig upp völlinn en þá stelur einfaldlega Stefán boltanum og setur Valgeir í gegn með bara markmanninn fyrir framan sig. Valgeir gerir skynsama hlutinn og rennir boltanum þvert fyrir markið þar sem Ásgeir skorar æí opið markið,” skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í beinni textalýsingu.

Þórir Rafn Þórisson svaraði strax fyrir Kórdrengi en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Á 73. mínútu kom Stefán Ingi HK í 3-1 og var það nóg til að gera út um leikinn.

Ómar Ingi Guðmundsson hefur stýrt HK til bráðabirgða eftir að Brynjar Björn Gunnarsson fór til Svíþjóðar og tók við Örgryte. Ómar og hans teymi hefur gert mjög vel því HK er núna á toppnum með 15 stig eftir sjö leiki. Þetta er aftur á móti súrt tap fyrir Kórdrengi sem eru með tíu stig eftir átta leiki.

í hinum leik kvöldsins vann Fylkir 2-5 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Grótta hefur verið að spila vel í sumar en lenti í vandræðum í kvöld.

Fylkir komst snemma yfir þegar Nikulás Val Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu. Svo bætti Daninn Mathias Laursen við öðru marki fyrir leikhlé. Kjartan Kári Halldórsson, sem hefur verið stórkostlegur í sumar, minnkaði munnn úr vítaspyrnu en hann fékk svo rautt spjald stuttu eftir að Benedikt Daríus Garðarsson hafði komið Fylkismönnum í 1-3.

Fylkir gekk frá leiknum með tveimur mörkum eftir rauða spjaldið og voru lokatölur í þessum leik 2-5; mikil skemmtun á Nesinu.

Fylkir er í öðru sæti með 14 stig eftir átta leiki og er Grótta í fjórða sæti með 13 stig eftir sjö leiki spilaða.

HK 3 - 1 Kórdrengir
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('46 )
2-0 Ásgeir Marteinsson ('56 )
2-1 Þórir Rafn Þórisson ('58 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('73 )
Rautt spjald: Eiður Atli Rúnarsson, HK ('87) Lestu um leikinn

Grótta 2 - 5 Fylkir
0-1 Nikulás Val Gunnarsson ('6 , víti)
0-2 Mathias Laursen Christensen ('36 )
1-2 Kjartan Kári Halldórsson ('48 , víti)
1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('49 )
1-4 Þórður Gunnar Hafþórsson ('71 )
1-5 Ómar Björn Stefánsson ('78 )
2-5 Luke Morgan Conrad Rae ('89 )
Rautt spjald: Kjartan Kári Halldórsson, Grótta ('55) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner