Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. júlí 2018 11:53
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Hannes gæti mætt HJK Helsinki eða BATE
Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eiga góða möguleika á að komast í 3. umferð
Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eiga góða möguleika á að komast í 3. umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en það er ljóst hvaða andstæðinga þeir Hannes Þór Halldórsson og Arnór Ingvi Traustason geta fengið þar.

Hannes Þór samdi við Qarabag frá Aserbaijdsan eftir HM í Rússlandi í sumar en liðið er komið í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar Kukesi frá Albaníu.

Nú er ljóst hvaða liðum Qarabag getur mætt í 3. umferð ef liðið hefur betur gegn Kukesi en liðið getur mætt HJK Helsinki frá Finnlandi eða BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi.

Arnór Ingvi Traustason, sem leikur með Malmö í Svíþjóð, spilar gegn CFR Cljug frá Rúmeníu í 2. umferð en getur svo mætt Ludogorets frá Búlgaríu eða Vidi frá Ungverjalandi.

Hægt er að sjá dráttinn hér fyrir neðan:

Celtic/Rosenborg - AEK Aþena
RB Salzburg - Sheriff/Shkendija
Crvena Zvezda/Suduva - Legia Varsjá/Spartak Trnava
Kukesi/Qarabag - HJK Helsinki/BATE Borisov
Astana/Midtjylland - Dinamo Zagreb/Hapoel Beer-Sheva
CFR Cljuj/Malmö FF - Ludogorets/Vidi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner