Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. ágúst 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Declan Rice vill ekki ræða um nýjan samning
Mynd: Getty Images
The Times greinir frá því að enski landsliðsmaðurinn Declan Rice vilji ekki fara í viðræður við West Ham um nýjan samning sem stendur.

Hann vill halda möguleikum sínum opnum. West Ham hefur sagt að verðmiðinn á miðjumanninum sé 100 milljónir punda.

Sagt er að Rice sé pirraður yfir því að sá verðmiði hafi fælt frá áhugasöm félög í sumar.

Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Hamrana en ku ekki vera tilbúinn í að framlengja honum sem stendur.

Þessi 22 ára leikmaður er fyrsti maður á blað hjá West Ham og var hluti af enska landsliðinu á EM alls staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner