Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garner framlengdi við Man Utd - Lánaður til Forest (Staðfest)
Garner í leik með Man Utd.
Garner í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að lána miðjumanninn James Garner til Nottingham Forest.

Garner skrifaði undir nýjan samning við Man Utd áður en gengið var lánssamningnum. Hann er núna samningsbundinn United til ársins 2024.

„Ég er gríðarlega ánægður. Manchester United hefur verið risastór hluti af lífi mínu síðustu tíu árin," sagði Garner.

„Markmið mitt er að verða aðalilðsleikmaður hérna," sagði miðjumaðurinn jafnframt en hann hefur spilað sjö leiki fyrir aðallið United.

Hann fer núna aftur til Nottingham Forest. Hann var þar líka á láni á síðustu leiktíð og spilaði þá 20 leiki í Championship-deildinni. Forest hefur farið mjög illa af stað á tímabilinu og kemur Garner til með að hjálpa liðinu.
Athugasemdir
banner
banner