Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. ágúst 2021 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: Arteta fær fimm leiki til að bjarga starfinu
Mikel Arteta fær fimm leiki
Mikel Arteta fær fimm leiki
Mynd: Getty Images
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta fær fimm leiki til að bjarga starfinu hjá Arsenal en það er Matt Law, blaðamaður á Telegraph, sem skrifar um þetta í kvöld.

Arsenal hefur tapað fyrstu tveimur leikjum deildarinnar. Liðið tapaði óvænt fyrir nýliðum Brentford í fyrstu umferðinni og þá beið liðið lægri hlut gegn nágrönnum þeirra í Chelsea um helgina.

Félagið hefur eytt um 125 milljónum punda í í leikmenn í sumar en Arteta sagði eftir leikinn gegn Chelsea að það vantaði níu leikmenn í hópinn.

Ben White var keyptur frá Brighton til að styrkja vörnina en hann var ekki með þar sem hann greindist með kórónaveiruna. Alexandre Lacazetta og Pierre-Emerick Aubameyang hafa einnig verið að glíma við veiruna.

Stuðningsmenn Arsenal eru ósattir með Arteta og hafa ekki séð miklar breytingar frá því Unai Emery var látinn fara fyrir tveimur árum.

Samkvæmt Telegraph hefur Arteta fimm leiki eða fram að landsleikjaverkefnunum í október til að bjarga starfinu. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Englandsmeisturum Manchester City á Etihad.

Liðið á svo leiki gegn Norwich, Burnley, Tottenham og Brighton áður en landsleikjatörnin hefst í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner