Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Arnór þreytti frumraun sína í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CSKA Moskva 1 - 1 Spartak Moskva
0-1 Fernando ('30)
1-1 N. Vlasic ('63)

Hinn afar efnilegi Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta leik í rússneska boltanum er hann fékk síðustu 20 mínúturnar með CSKA Moskvu í dag.

Arnór kom inn í stað Alan Dzagoev, sem hefur lengi verið ein helsta stjarna Rússa, í svakalegum nágrannaslag þar sem andstæðingarnir voru Spartak Moskva.

Arnór kom inn í stöðunni 1-1 og þannig lauk leiknum. Hörður Björgvin Magnússon var ekki með vegna meiðsla. CSKA í 5. sæti eftir jafnteflið, með 13 stig úr 8 leikjum.

Arnór er 19 ára gamall og var keyptur til CSKA fyrr í sumar fyrir um 4 milljónir evra. Það var stærsta sala í sögu Norrköping, sem fékk hann frá ÍA í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner