Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tabarez rekinn - Setti met sem þjálfari Úrúgvæ
Oscar Tabarez.
Oscar Tabarez.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefur tekið ákvörðun um að reka Oscar Tabarez úr starfi.

Úrúgvæ fær því nýjan landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í 15 ár. Hinn 74 ára gamli Tabarez á metið yfir flesta leiki sem þjálfari hjá einu landsliði í karlaboltanum - hann stýrði Úrúgvæ í 224 leikjum.

Síðasti leikur hans var 3-0 tap gegn Bólivíu í undankeppni HM, en Úrúgvæ er í hættu á að missa af HM í Katar. Eins og staðan er núna, þá er liðið ekki á meðal efstu fimm liðanna í Suður-Ameríku, en er samt sem áður bara einu stigi frá því.

Undir stjórn Tabarez fór Úrúgvæ í undanúrslitin á HM 2010 og vann liðið Copa America árið eftir. Það var fyrsti sigur Úrúgvæ í Copa America í 24 ár.

Núna fá Luis Suarez og félagar nýjan þjálfara sem mun fá það verkefni að koma Úrúgvæ á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner