Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. desember 2017 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Juan Mata: Mér líður eins og við höfum tapað
Mata skoraði tvö í kvöld.
Mata skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Getty Images
Juan Mata var af mörgum talinn besti maður vallarins þegar Leicester City og Manchester United skildu jöfn í kvöld.

Harry Maguire jafnaði þegar örfár sekúndur voru eftir af uppbótartíma og Mata talar um að honum líði eins og þeir hafi tapað leiknum.

„Mér líður eins og við höfum tapað, við gerðum það sem var erfitt og komum til baka og skoruðum tvö eftir að þeir komust yfir."

„Við vinnum saman, við gerum jafntefli saman og við töpum saman en mér líður núna eins og við höfum tapað. Við vörðumst sem lið og ég vil ekki tjá mig frekar um það," sagði Mata.

„Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn fyrir löngu, við gerðum hlutina ágætlega á síðustu mínútum leiksins en það er alveg á hreinu að við höldum svekktir heim til Manchester."
Athugasemdir
banner
banner
banner