Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. desember 2020 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar verður áfram búsettur í Belgíu
Icelandair
Arnar á æfingasvæðinu.
Arnar á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Íslands til næstu tveggja ára.

Hann mun stýra liðinu í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári. Ísland sér að gera atlögu að vinna undanriðilinn og koma sér beint á HM að sögn Guðna Bergssonar. Í riðli með okkur eru Þýskaland, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein.

Arnar ræddi við belgíska fjölmiðilinn Nieuwsblad um nýja starfið. Arnar spilaði lengi í Belgíu og starfaði þar lengi sem þjálfari áður en hann tók til starfa hjá KSÍ á síðasta ári.

„Formaðurinn, framkvæmdastjórinn og stjórn KSÍ völdu mig. Formaðurinn sagði við mig fyrir nokkru síðan að ég væri hans fyrsti kostur. Eða þá heldur að ég og Eiður (Smári Guðjohnsen) værum hans fyrsti kostur. Ég er aðalþjálfari á blaði þar sem ég er með (UEFA) Pro gráðu en við erum í þessu saman," segir Arnar.

Arnar segir í viðtalinu að Guðni, formaður KSÍ, hafi verið farinn að hugsa sér að ráða Arnar eftir Evrópumótið næsta sumar, en þetta hafi komið upp núna þar sem Ísland komst ekki á EM og Erik Hamren hætti.

„Það verður ekki auðvelt að komast á HM 2022, en við ætlum að reyna það. Við ætlum líka að reyna að koma ungum leikmönnum inn í hópinn."

Arnar hefur starfað sem leikgreinandi í belgísku sjónvarpi og hann segist ætla að halda því áfram. Hann verður áfram búsettur í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner