Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bendtner og Davíð Örn með þeim betri í heiminum í Fantasy
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Daninn Nicklas Bendtner að gera góða hluti sem Fantasy-spilari á þessu tímabili.

Bendtner, sem er án félags í augnablikinu, er í 119. sæti í heiminum í Fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni en þar velja menn draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu.

Þetta er mjög flottur árangur hjá Dananum í ljósi þess að meira en 8 milljón manns taka þátt í leiknum.

Bendtner er fyrrum leikmaður Arsenal en hann er ekki með neinn leikmann Arsenal í sínu liði þessa stundina. Hann er með fyrirliðbandið þessa stundina á Harry Kane, sóknarmanni Tottenham.

Uppfært 21:46: Þess má geta að Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, er með sama stigafjölda og Bendtner í leiknum. Hann birtir mynd af þessu á Twitter.

Sjá einnig:
Matthías og Bendtner góðir vinir - „Laxinn var mjög góður"


Athugasemdir
banner
banner
banner