banner
   sun 24. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthías og Bendtner góðir vinir - „Laxinn var mjög góður"
Bendtner í leik gegn Val í Evrópukeppni 2018.
Bendtner í leik gegn Val í Evrópukeppni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson spilaði með danska sóknarmanninum Nicklas Bendtner hjá Rosenborg í Noregi.

Bendtner er mjög vinsæll hjá fótboltaáhugamönnum, þá aðllega vegna þess að hann hefur komist í fréttirnar fyrir að gera heimskulega hluti utan vallar.

Matthías og Bendtner urðu góðir félagar hjá Rosenborg og segir Matthías danska sóknarmanninn vera mjög góðan náunga.

„Við náðum ótrúlega vel saman. Maður vissi ekki við hverju ætti að búast þegar hann kom. Hann var heimsfrægur og það voru 40 manns frá fjölmiðlum á fyrstu æfingunni hans," sagði Matthías í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Hann er ótrúlega jarðbundinn og öðruvísi en fólk heldur. Hann hugsaði vel um mig þegar ég meiddist illa. Hann byrjaði að elda og hann bauð mér heim til sín í Meistaradeildarkvöld. Hann eldaði lax fyrir mig og það var ótrúleg upplifun."

„Hann er geggjuð týpa. Laxinn var mjög góður," sagði Matthías en þeir eru enn í sambandi.

Bendtner er 33 ára gamall og félagslaus núna. Matthías segir að þessi fyrrum danski landsliðssóknarmaður sé að hugsa sér um að fara í þjálfun.

Sjá einnig:
„Vil fara aftur í tímann og berja unga drenginn með hamri"
Íslenski boltinn - Fréttir vikunnar og Matti Villa í viðtali
Athugasemdir
banner