Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. mars 2021 22:30
Aksentije Milisic
Fer Dybala frá Juventus? - Samningsviðræður ganga illa
Mynd: Getty Images
Football Italia greinir frá því í dag að Juventus sé ekki tilbúið að hækka samningstilboð sitt við Paulo Dybala. Það gæti þýtt að hann myndi yfirgefa liðið í sumar.

Núverandi samningur Dybala rennur út í júní árið 2022 sem þýðir að það væri nauðsynlegt fyrir félagið að selja hann svo hann fari ekki á frjálsri sölu.

Dybala og umboðsmaður hans höfnuðu samningnum sem Juventus bauð í byrjun leiktíðar en Juventus ætlar sér ekki að hækka þann samning. Skilaboðin til leikmannsins eru að hann skrifar undir eða ekki.

Dybala hefur lítið sem ekkert spilað á þessari leiktíð vegna þrálátra meiðsla en hann vonast eftir því að vera klár í slaginn eftir landsleikjahléið sem nú stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner