Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. mars 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Valgeir segir Ívan geta gert góða hluti hjá HK
Mynd: HK
HK krækti í Ívan Óla Santos frá ÍR síðasta sumar. Ívan kláraði tímabilið 2020 hjá ÍR að láni en kom svo yfir í Kórinn fyrir undirbúningstímabilið.

Ívan er nýorðinn átján ára og spennandi að sjá hvort hann fái tækifæri í liði HK í sumar.

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK sem er að láni hjá Brentford, var til viðtals í gærkvöldi vegna valsins á U21 landsliðshópnum.

Viðtalið:
Ekki pirraður út í ákvörðun Davíðs - „Á stóran þátt í því að ég er kominn út"

Fréttaritari spurði Valgeir út í Ívan Óla Santos sem HK keypti af ÍR síðasta sumar. Valgeir kvaðst ekki þekkja hann persónulega en hann spilaði á móti honum í yngri flokkunum. Valgeir er fæddur árið 2002.

„Maður man alltaf eftir því hversu stór og hraður hann var. Hann var langt á undan öllum í þroska og það var mjög erfitt að ráða við hann,“ sagði Valgeir

Ertu ánægður að HK hafi náð í hann?

„Já, gríðarlega ánægður. Það vita allir að hann er mikið efni og að hann er góður í fótbolta. Hann gæti alveg gert góða hluti með HK."

„Hann þarf að fá tíma því hann er ungur en vonandi fær hann einhverjar mínútur og getur þannig hjálpað HK á þessu tímabili. Ég veit alveg að hann getur hjálpað HK,“
sagði Valgeir.

Sjá einnig:
Ívan er hálfur Brassi, söng á RÚV og lék í bíómynd - „Neiii, bara Ísland"
Athugasemdir
banner
banner
banner