Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bestu tíu sekúndur ferilsins"
Sol Bamba.
Sol Bamba.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Sol Bamba var greindur með krabbamein í upphafi þessa árs.

Bamba er 36 ára gamall og í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cardiff. Bamba greindist með eitilfrumukrabbamein.

Bamba, sem hefur verið hjá Cardiff í fimm ár, gekkst undir lyfjameðferð en það gekk vel hjá honum. Núna er hann krabbameinslaus og hann sneri aftur á fótboltavöllinn í þessum mánuði þegar Cardiff lauk leik í Championship-deildinni. Algjörlega frábærar fréttir.

„Þetta voru bara tíu sekúndur, en þetta voru bestu tíu sekúndurnar á ferlinum," segir Bamba í samtali við Sky Sports.

Bamba stefnir á að spila eitt tímabil í viðbót með Cardiff. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spilaði með Bamba hjá Cardiff og hann var ánægður að sjá fyrrum liðsfélaga sinn snúa aftur á völlinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner