Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mið 24. júní 2020 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Óli Kristjáns: Hef engar áhyggjur af þessum gæja
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kaflaskipur, við skorum snemma sem svona aðeins setti Þróttarana út af laginu en þeir héldu skipulaginu sínu og skora svo gott mark og jafna og þegar þú getur farið með jafnt inní hálfleik er alltaf líf í þér en ég hefði fyrir mitt leyti viljað vera búinn að drepa þetta fyrr."
Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH aðspurður hvernig hann mæti leikinn eftir 1-2 sigur FH á Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 FH

FH gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá sigrinum á ÍA í deildinni um liðna helgi. Er það liður í að stýra álagi á leikmenn?

„Við skiptum út einhverjum 4-5 stöðum í dag til að gefa mönnum sem hafa spilað mikið og æft mikið smá breik. Mér fannst Logi Hrafn ungur miðvörður sem kemur inn standa sig feykilega vel og Baldur Logi sem hefur ekki spilað lengi og er að koma úr krossbandameiðslum."

FH tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra gegn Víkingum. Markmiðið eftir það tap hlýtur að vera skýrt að vinna bikarinn.

„Ekkert eftir að hafa tapað úrslitunum. FH fer í öll mót til að komast eins langt og hægt er. En það er ekki hægt að fara hugsa um hvað gerist í nóvember. Það er dregið á föstudaginn og það er bara næsti andstæðingur."

Eins og Ólafur minntist á lék ungur miðvörður Logi Hrafn í vörn FH í kvöld en piltur sá er fæddur 2004 og á hann framtíðina fyrir sér.

„Það er með hann eins og alla aðra. Það þarf að halda rétt á spilunum og eins og góður maður sagði stíga fast til jarðar og ekki missa sjónar á því sem þú ert að gera. En ég hef engar áhyggjur af þessum gæja. Hann er alveg pollrólegur kemur hérna inn í leikinn og spilar eins og hann hafi ekki gert annað en við þurfum að hjálpa honum og það þarf að byggja ofan á hann. "
Athugasemdir
banner
banner
banner