Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. júní 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef það gengur upp fer SR upp í 3. deild"
Mynd af Jens Elvari frá árinu 2012.
Mynd af Jens Elvari frá árinu 2012.
Mynd: Huni.is - Auðunn
Jens Elvar Sævarsson, markvörður SR, var spurður að því í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Val í Mjólkurbikarnum í gær, hver markmið SR væru í 4. deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Jens Elvar: Bjöggi hefði sett þetta í 99 skipti af 100

„Er ekki klisjan að fara alltaf í hvern leik til að vinna'nn og ef það gengur upp fer SR upp í 3. deild," sagði Jens. Björgólfur Takefusa, samherji Jens, var spurður út í það sama í viðtali í gær.

„Ég hef ekki verið mikið með þessum strákum að undanförnu en mér finnst klárlega eftir þennan leik, mér fannst við spila frábærlega og vorum rólegir á boltanum, að það sé alveg skýrt að þetta lið ætti að setja stefnuna á að fara upp," sagði Bjöggi í gær. Viðtölin má hlusta á neðst í fréttinni.
Bjöggi Takefusa: Erum með tvo frammi sem fara bráðum á Hrafnistu
Jens Elvar: Bjöggi hefði sett þetta í 99 skipti af 100
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner