Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chiellini: Sterkasta lið Juventus í átta ár
Giorgio Chiellini er ánægður með hópinn
Giorgio Chiellini er ánægður með hópinn
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus á Ítalíu, er afar ánægður með leikmannahópinn hjá liðinu og telur hann að þetta lið geti gert frábæra hluti.

Juventus ætlar að gera tilkall til þess að vinna Meistaradeild Evrópu þetta árið en leikmannahópur liðsins er magnaður.

Félagið fékk Cristiano Ronaldo, Leonardo Bonucci, Emre Can og Mattia Perrin og er Chiellini afar ánægður með hópinn.

„Það bjóst enginn við öðru frá Cristiano Ronaldo og mörkin hans eru minnsta vandamálið. Hann var óheppinn með rauða spjaldið á miðvikudag en hann verður alltaf mikilvægur fyrir okkur," sagði Chiellini.

„Bætingarnar hans Bernardeschi koma mér heldur ekkert á óvarti og hann mun reynast okkur mikilvægur. Mér finnst Dybala betri en fyrir ári síðan. Viðmótið hans er betra og er að vinna mikið."

„Ég fékk þann heiður að spila í vörn með Lillian Thuram og Fabio Cannavaro. Ég horfði á Ciro Ferrara og Paolo Montero spila fyrir Juventus og jafnvel ef við horfum á Claudio Gentile og Gaetano Scirea þá sést að fótboltinn hefur breyst. Það er ekki hægt að bera þessa hluti saman."

„Það sem ég get hins vegar sagt er að þetta er klárlega sterkasti hópurinn sem við höfum verið með ef við horfum á síðustu átta ár,"
sagði Chiellini í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner