Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. september 2021 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn semur við Breiðablik til fjögurra ára (Staðfest)
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason verða áfram hjá Blikum
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason verða áfram hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur gert nýjan fjögurra ára samning við félagið en þetta kemur fram vef félagsins í kvöld. Halldór Árnason, aðstoðarmaður Óskars, semur einnig til næstu fjögurra ára.

Óskar tók við Blikum árið 2019 eftir að hafa stýrt Gróttu upp um tvær deildir á tveimur tímabilum.

Hann hefur náð gríðarlega góðum árangri með Blika á þessum tveimur árum og tekist að smíða saman vel spilandi lið með skemmtilegan leikstíl.

Óskar framlengdi í dag samning sinn við félagið til næstu fjögurra ára en Halldór, aðstoðarþjálfari Blika, gerir einnig fjögurra ára samning.

Halldór sinnir einnig þjálfun í yngri flokkum Breiðabliks.

Blikar hafa verið í góðum gír í sumar. Liðið sýndi mikla samkeppni í Evrópukeppni og hafa þá verið í titilbaráttu í allt sumar og gert 52 mörk í deildinni en liðið er í 2. sæti fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner