Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. desember 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundrað bestu fótboltamenn ársins mati dómnefndar Guardian
Bestur á árinu.
Bestur á árinu.
Mynd: Getty Images
Guardian hefur birt lista sinn yfir bestu fótboltamennina árið 2020 þar sem árið er senn á enda.

Það eru fótboltamenn, þjálfarar og blaðamenn sem kjósa um verðlaunin. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, Víðir Sigurðsson, íþróttastjóri Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, voru á meðal þeirra sem kusu.

Það er Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München, sem toppar listann enda hefur hann átt stórkostlegt ár. Hann fór fyrir liði Bayern sem vann Meistaradeildina, þýsku úrvalsdeildina og þýska bikarinn.

Lionel Messi endar í öðru sæti og Cristiano Ronaldo í þriðja sæti. Kevin de Bruyne var í fjórða sæti og Sadio Mane, leikmaður Liverpool, í fimmta sæti.

Listann má skoða í heild sinni hérna.

Guardian valdi líka 100 bestu fótboltakonur í heimi og þar var Sara Björk Gunnarsdóttir í 24. sæti.
Athugasemdir
banner
banner