Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 10. desember 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Sara í 24. sæti yfir bestu leikmenn heims
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er númer 24 á lista The Guardian yfir bestu leikmenn ársins í heiminum. Dómnefnd á vegum Guardian valdi listann en í dag voru kynntir þeir leikmenn sem eru í sætum 11-40.

„Gunnarsdóttir átti stórkostlegt ár með áhugaverðri fléttu," segir í umsögn Guardian.

„Eftir að hafa farið frá Wolfsburg til Lyon síðastliðið sumar, þá varð frestun á Meistaradeildinni til þess að hún mætti ekki einungis sínum gömlu félögum í úrslitaleik í ágúst heldur skorað einnig sigurmarkið gegn þeim."

„Óvænt mark var bara bónus fyrir lyilmann Íslands því það eru fáir miðjumenn klókari en hún."

„Leikskilningur hennar og hæfileiki til að brjóta upp leikinn á miðjunni láta hana vera réttilega aftur í efri hlutanum á topp 100 listanum."


Smelltu hér til að sjá lista The Guardian
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner