Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. janúar 2021 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Vonsvikinn að hafa ekki fengið meiri tíma
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Frank Lampard hefur tjáð sig um brottreksturinn frá Chelsea en hann ræddi það á Instagram í kvöld. Hann er ánægður með að hafa fengið tækifærið og óskar leikmönnum góðs gengis í framtíðinni.

Lampard var látinn taka poka sinn í dag eftir slakt gengi á tímabilinu. Honum tókst að stýra Chelsea í eitt og hálft tímabil og var með 52,4 prósent sigurhlutfall.

Hann náði Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð en slök byrjun á þessu tímabili kostaði hann starfið.

„Þetta hafa verið gríðarlega mikil forréttindi og heiður að stýra Chelsea, félag sem hefur verið stór hluti af lífi mínu," sagði Lampard á Instagram.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn sem ég hef fengið á síðustu átján mánuðum. Ég vona að þeir viti það hversu þýðingarmikið það var fyrir mig."

„Þegar ég tók við starfinu þá skildi ég allar þær áskoranir sem voru framundan hjá félaginu á erfiðum kafla. Ég er stoltur af því sem við afrekuðum og þá er ég stoltur af ungu leikmönnunum sem komu upp úr unglingaliðinu og hafa stigið sín fyrstu skref með aðalliðinu. Þetta er framtíð félagsins."

„Á sama tíma er ég vonsvikinn með að hafa ekki fengið lengri tíma á þessu tímabili til að fara lengra með þetta félag. Ég vil samt sem áður þakka Roman Abramovich, stjórninni, leikmönnunum, þjálfaraliðinu og öllum hjá félaginu fyrir þeirra vinnu og þá sérstaklega á þessum tímum. Ég óska félaginu og liðinu góðs gengis í framtíðinni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner