Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. mars 2021 11:25
Elvar Geir Magnússon
Að minnsta kosti 12 þúsund manns á Parken
Mynd: Stadiums
Dönsk yfirvöld hafa staðfest að áhorfendur verði á þeim leikjum Evrópumóts landsliða sem fram fara á Parken í Kaupmannahöfn í sumar.

Yfirvöld ábyrgjast við UEFA að minnsta kosti 12 þúsund áhorfendum. verði hleyot á leikina. Vonast er til að sú tala verði hærri.

Evrópumótið verður haldið um alla álfuna og UEFA hefur beðið þær borgir sem hýsa leiki mótsins um að sjá til þess að 30% af sætunum á hverjum leikvangi verði nýtt, að minnsta kosti.

FJórir leikir verða á Parken; Danmörk - Finnland, Danmörk - Belgía, Danmörk - Rússland og leikur í 8-liða úrslotum. Auk þess á að halda mótið í Amsterdam, Bakú, Bilbao, Búdapest, Búkarest, Dublin, Glasgow, London, München, Róm og Pétursborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner