Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. mars 2021 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Ísland spilar við Þýskaland á velli C-deildarliðs
Icelandair
Frá vellinum þegar Ísland æfði þar í gær.
Frá vellinum þegar Ísland æfði þar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland sækir Þýskaland heim í undankeppni HM 2022 í kvöld en leikurinn fer fram á velli liðs sem leikur þriðju efstu deild, liðs Duisburg sem leikur í Bundesliga 3.

Völlurinn heitir í dag Schauinsland-Reisen-Arena og er nefndur eftir styrktaraðila en gengur vanalega undir heitinu MSV-Arena.

Hann tekur vanalega 31.500 áhorfendur í sæti en að þessu sinni eru áhorfendur bannaðir útaf heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.

Völlurinn byggður árið 2004 en þarna mun Þýskaland líka spila við Norður Makedóníu á miðvikudaginn.

Þjóðverjar hafa flakkað með heimaleiki liðsins og þannig voru spilaðir leikir í Köln og Leipzig haustið 2020.

UEFA notaði meðal annars völlinn í Duisburg fyrir lokakeppni Evrópumóts UEFA í fyrrasumar.

Leikurinn í kvöld hefst 19:45 og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner