Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. mars 2021 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári: Þeir skora úr 'kick-off' og það er ekki boðlegt
Icelandair
Kári í leiknum í kvöld.
Kári í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum mjög illa," sagði Kári Árnason eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM í kvöld.

Kári spjallaði við RÚV eftir leikinn.

„Þetta var bara léleg byrjun hjá okkur. Við vorum ekki með ráð fyrir þeirra sóknarleik. Þeir voru að hóta stanslaust inn fyrir og þetta var mjög erfitt."

„Í seinni hálfleik var þetta betra og við náðum að klukka þá. Þetta var engu að síður heljarinnar vakt."

„Mér fannst við ekki nægilega agressívir. Við ætluðum að bíða í staðinn fyrir að reyna að drepa þessa fyrstu sókn þeirra; drepa tempóið niður. Þeir skora úr 'kick-off' og það er ekki boðlegt."

Hvað tekur íslenska liðið jákvætt í framhaldið?

„Seinni hálfleikurinn var fínn. Auðvitað er erfitt að skapa færi á móti svona liði. Við vorum orðnir frekar þreyttir eftir að hafa spilað hliðar saman hliðar allan fyrri hálfleikinn. Það var erfitt að finna svæði í seinni. Við þurfum aðeins að skoða sóknarhliðina. Það eru fá lið eins og Þýskaland. Þetta var bara erfitt."

Næsti leikur liðsins er við Armeníu á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner