Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland setti nýtt met gegn Íslandi í kvöld
Icelandair
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland vann afar sannfærandi sigur á Ísland í fyrsta leik í undankeppni HM í kvöld.

Leikið var í Duisburg í Þýskalandi og heimamenn voru komnir í 2-0 eftir sjö mínútur. Ilkay Gundogan gerði svo þriðja markið áður en flautað var til leiksloka.

Sjá einnig:
Ísland mætti ofjarli sínum

Þýskaland spilaði frábærlega í kvöld og átti sigurinn svo sannarlega skilið.

Opta í Þýskalandi bendir á það að þýska landsliðið hafi sett nýtt met í sinni sögu með sigrinum í kvöld. Liðið hefur núna unnið 17 leiki í röð í undankeppni HM og er það nýtt met hjá þýska stálinu.


Athugasemdir
banner
banner