Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætti ofjarli sínum
Icelandair
Þjóðverjar fagna í kvöld.
Þjóðverjar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leon Goretzka og Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Leon Goretzka og Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland 3 - 0 Ísland
1-0 Leon Goretzka ('2 )
2-0 Kai Havertz ('7 )
3-0 Ilkay Gundogan ('56 )
Textalýsing frá leiknum.

Það má með sanni segja að Ísland hafi mætt ofjarli sínum í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Ísland heimsótti Þýskaland í Duisburg og var leikurinn í raun búinn eftir sjö mínútur. Þá höfðu Þjóðverjar skorað tvö mörk.

Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, skoraði fyrsta markið. Joshua Kimmich átti sendingu inn fyrir vörn Ísland á Serge Gnabry sem lagði hann niður fyrir Goretzka. Miðjumaðurinn átti skot sem Hannes Þór Halldórsson náði ekki að verja.

Svo skoraði Kai Havertz. Rúnar Már Sigurjónsson átti slaka sendingu og í kjölfarið átti Kimmich magnaða sendingu inn fyrir vörnina. Leroy Sane átti þá sendingu út í teiginn á Havertz sem skoraði.

Þjóðverjar voru með tögl og haldir á leiknum en Ísland fékk samt gott færi til að minnka muninn. Jón Daði Böðvarsson gerði vel og lagði boltann á Rúnar Már Sigurjónsson í teignum. Rúnar átti skot sem fór af Antonio Rudiger og fram hjá. Það var besta færi Íslands í leiknum.

Frammistaðan var betri í seinni hálfleiknum hjá Íslandi en Ilkay Gundogan gerði þriðja mark Þjóðverja eftir um klukkutíma leik.

Lokatölur 3-0 og ekki góð byrjun í riðlinum en þetta var alltaf að fara að vera erfitt án lykilmanna eins og Gylfa Þór Sigurðssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar. Næsti leikur er gegn Armeníu á sunnudag og þar verðum við að taka þrjú stig.

Aðrir leikir í riðlinum
Það fóru tveir leikir fram í riðlinum. Rúmenía náði að leggja Norður-Makedóníu að velli og Armenía vann nauman sigur á Liechtenstein.

Liechtenstein 0 - 1 Armenia
0-1 Noah Frommelt ('84 , sjálfsmark)

Romania 3 - 2 North Macedonia
1-0 Florin Tanase ('28 )
2-0 Valentin Mihaila ('50 )
2-1 Arijan Ademi ('82 )
2-2 Aleksandar Trajkovski ('83 )
3-2 Ianis Hagi ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner