Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. mars 2021 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Danmörk byrjar á sigri - Góður dagur fyrir Sviss
Braithwaite var á skotskónum.
Braithwaite var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir nú þegar búnir í undankeppni HM í dag.

Danmörk byrjar á öflugum útisigri í Ísrael. Martin Braithwaite, sóknarmaður Barcelona, kom Danmörku þar yfir og Jonas Wind bætti við marki um miðbik seinni hálfleiks.

Austurríki, Færeyjar, Moldóva og Skotland eru einnig í þessum riðli undankeppninnar.

Þetta hefur verið góður dagur fyrir svissnesk landslið. U21 landslið þeirra vann fyrr í dag sigur á Englandi á Evrópumótinu og A-landsliðið byrjaði undankeppnina á 3-1 útisigri í Búlgaríu.

Ítalía, Litháen og Norður-Írland eru með Sviss og Búlgaríu í riðlinum.

Ísrael 0 - 2 Danmörk
0-1 Martin Braithwaite ('13 )
0-2 Jonas Wind ('67 )

Búlgaría 1 - 3 Sviss
0-1 Breel Embolo ('7 )
0-2 Haris Seferovic ('10 )
0-3 Steven Zuber ('13 )
1-3 Kiril Despodov ('46 )

Klukkan 19:45 hefst leikur Íslands og Þýskalands. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner