Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. apríl 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Courtois gæti verið á förum - Mikill áhugi á Asensio
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Thibaut Courtois gæti verið á förum frá félaginu þrátt fyrir að hafa komið til félagsins síðasta sumar.

„Ég mun skilja það ef markmaður myndi biðja um að fá að fara fyrir næstu leiktíð," sagði Zidane í dag. Keylor Navas og Courtois berjast um stöðuna og svo er Luca Zidane, sonur stjórans, að nálgast aðalliðið.

„Ég sagði nýlega að ég væri með mjög góða þrjá markmenn og svo er ungur strákur sem á framtíðina fyrir sér."

„Keylor og Thibaut berjast um stöðuna og ég verð að velja hvor hentar betur".

Umboðsmaður Asensio - Félagið neitað risatilboðum í Marco
Umboðsmaður Marco Asensio, 23 ára leikmanns Real Madrid, segir leikmanninn mjög eftirsóttan.

„Á undanförnu ári hefur Real neitað bæði 150milljón evra tilboði í leikmanninn sem og 180 milljón evra tilboði," sagði Horacio Gaggiolo, umboðsmaður Asensio.

„Það er alltaf áhugi sem er skiljanlegt á jafn góðum leikmanni. Hann hefur sagt að hann sé ánægður í Madrid og einungis einbeittur á árangur hjá Real."

Juventus og stærstu liðin á Englandi eru sögð hafa augastað á Asensio.
Athugasemdir
banner
banner
banner