Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. apríl 2021 06:00
Aksentije Milisic
Atalanta stefnir á annað sætið - „Í okkar höndum"
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, segir að liðið ætli sér að ná AC Milan og hrifsa annað sætið af liðinu.

Atalanta mætir Bologna í dag á heimavelli en liðið gerði svekkjandi jafntefli gegn Roma í síðustu umferð.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Atalanta var miklu betra liðið og hefði geta verið nokkrum mörkum yfir. Rautt spjald tuttugu mínútum fyrir leikslok breytti hins vegar gangi leiksins sem lauk með jafntefli.

„Tölum frekar um 65 stigin sem við höfum náð í heldur en þessi sex sem við misstum af. Frammistöðurnar gegn bæði Juventus og Roma voru frábærar. Samt unnum við bara Juve," sagði Gasperini.

„Við viljum enda í öðru sæti og það er markmiðið. Þetta er í okkar höndum. Liðið lítur vel út, á morgun spilum við okkar þriðja leik á átta dögum en við erum klárir. Þetta er spennandi deild."

Atalanta er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir AC Milan. Þá er liðið með tveimur stigum meira en Napoli sem situr í fimmta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner