Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. maí 2021 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að semja við markvörð fyrir næstu leiktíð
Heaton í viðtali við Fótbolta.net.
Heaton í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Manchester United er að ganga frá samningi við markvörðinn Tom Heaton fyrir næstu leiktíð.

John Cross á Mirror segir þetta og tekur ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano undir það.

Heaton er 35 ára gamall og er að snúa aftur til félags sem hann þekkir vel. Hann var í akademíu Manchester United og var á mála hjá félaginu til 2010. Hann spilaði hins vegar ekkert með aðalliðinu áður en hann gekk í raðir Cardiff.

Hann samdi við Burnley 2013 þar sem hann var aðalmarkvörður. Hann hjálpaði félaginu tvisvar að komast upp í ensku úrvalsdeildina og vann sér inn sæti í enska landsliðshópnum eftir góða frammistöðu með Burnley. Hann á þrjá leiki að baki fyrir enska A-landsliðið.

Heaton gekk í raðir Aston Villa fyrir 8 milljónir punda sumarið 2019. Hann var aðalmarkvörður liðsins en meiddist illa á miðju tímabil. Fyrir þetta tímabil keypti Villa Emiliano Martinez frá Arsenal og var Martinez einn af betri markvörðum úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Samningur Heaton er að renna út og mun hann þá ganga í raðir Man Utd. Sergio Romero og Lee Grant eru væntanlega á förum frá Man Utd og það er spurning hvað verður um David de Gea þar sem Dean Henderson verður líklega aðalmarkvörður United á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner