Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. maí 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samúel Kári í liði vikunnar eftir stórleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson átti stórleik í þegar Viking vann 1-3 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni.

Samúel Kári skoraði eitt og lagði upp tvö mörk þegar Viking vann 1-3 útisigur á Lilleström. Hann lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleiknum og innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði sjálfur á 83. mínútu leiksins.

Frábær leikur hjá hinum 25 ára gamla Samúel sem er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki í næsta mánuði. Ekki er vitað hvort Viking hafi bannað honum að fara í verkefnið en það kemur væntanlega í ljós á blaðamannafundi landsliðsins í vikunni.

Samúel Kári komst í lið vikunnar í norsku úrvalsdeildinni hjá NTB Sportsdata vegna frammistöðu sinnar í leiknum í gær.

Viking er í fjórða sæti deildarinnar eins og er með sex stig eftir fjóra leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner