Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sterk skilaboð um að hann sé ekki nægilega góður"
Jordan Brown.
Jordan Brown.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo gæti verið að það verði stutt samstarfið hjá Fylki og sóknarmanninum Jordan Brown.

Brown gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið frá þýska félaginu Aalen. Hann á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Englands.

Hann er uppalinn í Arsenal þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum félagsins í átta ár áður en hann færði sig yfir til West Ham.

Hann spilaði eitt leik með aðalliði West Ham áður en hann samdi við Hannover 96 í Þýskalandi. Jordan hefur einnig leikið með félagsliðum í Tékklandi og Kanada.

Brown kom til Fylkis fyrir tímabilið en gæti verið á förum strax. Það var umræða um það í útvarpsþættinum á laugardag.

„Þeir fá inn Jordan Brown, hann var ekki valinn í hóp í gær. Það var sagt eftir leik að hann væri heill, hann komst bara ekki í hópinn. Ætli það sé ekki verið að fara að senda hann heim, manninn sem átti að koma með eitthvað inn í sóknarleikinn," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er væntanlega dýrt spaug," sagði Tómas Þór Þórðarson og bætti við:

„Það er ekki oft sem við höfum séð þetta, bara sendur heim eins og í körfunni - ef við reiknum með því."

„Ef hann var heill þá eru þetta sterk skilaboð um að hann sé ekki nægilega góður," sagði Gunnlaugur Jónsson en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner
banner