Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. maí 2021 11:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham ræðir við Roberto Martínez
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, er í viðræðum um að taka við Tottenham.

Þetta kemur fram í grein Sky Sports. Þar segir jafnframt að Martinez sé búinn að tjá vinum sínum það að hann sé spenntur fyrir því að snúa aftur í félagsliðafótbolta eftir EM í sumar.

Graham Potter, stjóri Brighton og Ralf Rangnick, fyrrum íþróttastjóri Red Bull, eru einnig sagðir á lista Tottenham.

Ryan Mason hefur stýrt Tottenham frá því Jose Mourinho var rekinn í apríl. Tottenham endaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í nýrri Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð.

Martínez er 47 ára gamall Spánverji sem þekkir það vel að stýra félagsliðum á Englandi. Hann stýrði Swansea frá 2007 til 2009, Wigan frá 2009 til 2013 og Everton frá 2013 til 2016. Hann vann FA-bikarinn með Wigan.

Hann hefur frá 2016 stýrt landsliði Belgíu með ágætum árangri. Belgía lenti í þriðja sæti á HM 2018 undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner