Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2020 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Malmö skoraði fjögur gegn AIK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malmö 4 - 1 AIK
0-1 P. Abraham ('7)
1-1 A. Christiansen ('39)
2-1 A. Christiansen ('66)
3-1 S. Rieks ('74)
4-1 A. Christiansen ('88)
Rautt spjald: P. Abraham, AIK ('72)
Rautt spjald: P. Karlsson, AIK ('78)

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru komnir í undanúrslit sænska bikarsins eftir 4-1 sigur gegn Kolbeini Sigþórssyni og félögum í AIK í dag.

Arnór Ingvi og Kolbeinn byrjuðu á sitthvorum bekknum en var skipt inn í upphafi síðari hálfleiks.

Staðan var jöfn 1-1 eftir jafnan og bragðdaufan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik tók Malmö alla stjórn á leiknum og lék Anders Christiansen á alls oddi.

Tveir leikmenn AIK fengu rautt spjald og á Malmö leik við Mjällby í undanúrslitum.

Elfsborg mætir Gautaborg í hinum undanúrslitaleiknum.

Hammarby 1 - 3 Göteborg

Mjällby 1 - 0 Falkenberg

Athugasemdir
banner
banner