Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ilsanker verður liðsfélagi Alberts (Staðfest)
Stefan Ilsanker er mættur til Genoa
Stefan Ilsanker er mættur til Genoa
Mynd: Genoa
Ítalska félagið Genoa er byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök í B-deildinni en Stefan Ilsanker er kominn til félagsins á frjálsri sölu frá Eintracht Frankfurt.

Ilsanker, sem er 33 ára gamall, hefur verið á mála hjá Frankfurt frá 2019 en félagið ákvað að framlengja ekki samning hans eftir þetta tímabil.

Austurríkismaðurinn getur spilað sem djúpur miðjumaður eða í miðri vörn.

Ilsanker gerir eins árs samning við Genoa með möguleika á að framlengja um annað ár.

Genoa féll úr Seríu A eftir síðustu leiktíð en íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner