Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benfica með langmestan hagnað á félagaskiptamarkaðinum
Mynd: Getty Images
Birtur var skemmtilegur listi yfir þau félög sem hafa hagnast mest á félagaskiptamarkaðinu undanfarinn áratug.

Þar má ekki finna eitt einasta félag úr ensku, spænsku eða þýsku deildinni heldur leika félögin í öðrum deildum í Evrópu auk Santos frá Brasilíu sem er í áttunda sæti.

Þrjú félög eru frá Portúgal, tvö frá Ítalíu, tvö frá Frakklandi og svo eiga Holland og Austurríki sitthvorn fulltrúann.

Benfica hefur hagnast langmest allra félaga á því að kaupa og selja leikmenn undanfarinn áratug. Þar má helst nefna menn á borð við Joao Felix, Ruben Dias, Axel Witsel og Angel Di Maria.

Porto er í öðru sæti, Ajax í þriðja og svo fylgja Lille, Salzburg og Udinese.

Topp 10 (í evrum):
1. Benfica (644.6m)
2. Porto (375,1m)
3. Ajax (368,3m)
4. Lille (302,7m)
5. Salzburg (294,5m)
6. Udinese (261,4m)
7. Sporting (231,5m)
8. Santos (218,1m)
9. Genoa (205,5m)
10. Lyon (199,4m)
Athugasemdir
banner