Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 25. ágúst 2021 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Dóra María um framhaldið: Hafði séð þetta fyrir mér sem lokatímabil
Dóra María Lárusdóttir eftir leikinn í kvöld.
Dóra María Lárusdóttir eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María fagnar í kvöld.
Dóra María fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lárusdóttir varð Íslandsmeistari í áttunda sinn er Valur vann Tindastól 6-1 í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Þetta er átjánda tímabil hennar í efstu deild með Val en framtíðin er óákveðin.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Tindastóll

Valur varð Íslandsmeistari í tólfta sinn í sögu félagsins og hefur Dóra María átt stóran þátt í velgengni félagsins á þessari öld.

Hún hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með Val og gat fagnað vel og innilega í kvöld. Hún framlengdi samning sinn við félagið í febrúar en sá samningur gildir út þetta tímabil.

„Rosalega vel. Það er notalegt að klára þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Þetta er solid og flottur sigur þannig ég er mjög glöð," sagði Dóra við Fótbolta.net.

„Já, það má segja það. Þægilegt að skora snemma leiks og þær hafa örugglega ætlað að halda hreinu eins lengi og þær gátu og sátu svolítið neðarlega en við gengum á lagið og kláruðum þetta vel."

„Við vorum nokkuð sáttar með spilamennskuna í fyrri hálfleik og vorum að halda bolta ágætlega og skapa fína sénsa. Það var bara að halda áfram og vindurinn með í seinni hálfleik sem hjálpaði til og ekkert skemmtilegt fyrir þær að mæta í svona leik þegar þær vita hvað er undir hjá okkur."

„Þær eru með öflugt lið og ég vona að þær haldi sér í deildinni."


Blikaleikirnir voru efst í minninu í sumar en liðið fékk skell í byrjun tímabilsins en eftir það hefur liðið ekki tapað leik.

„Við fáum skell á móti Breiðablik og maður vissi ekki hvernig þetta myndi spilast eftir það en Blikarnir misstíga sig í kjölfarið. Við erum búnar að klára flesta okkar leiki og þetta er eina tapið okkar í sumar og svo safnast saman þessi stig. Blikaleikurinn úti gerði útslagið held ég."

„Við ætlum að sjálfsögðu að fara í þá leiki til að vinna."


Framhaldið er ekki ákveðið en hún hafði þó séð fyrir sér að hætta eftir þetta tímabil.

„Ég veit það ekki alveg. Mér líður vel í skrokknum og þetta er búið að vera gaman en farandi inn í þetta tímabil hafði ég séð þetta fyrir mér sem lokatímabil en sjáum bara til," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner