Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 25. ágúst 2021 20:38
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Alveg sama hvað menn út í bæ segja
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum góðan leik fannst mér við erfiðar aðstæður sem að komu niður á báðum liðum en við náðum að halda boltanum nokkuð vel og skorum mjög gott mark og hefðum hugsanlega átt að fá annað en fengum ekki. Mér fannst við slaka aðeins á síðustu 15-20 í fyrri hálfleik og hleypa Skagamönnum aðeins inní þetta þar sem þeir áttu sín upphlaup og kannski ágætis séns á að búa eitthvað til sem þeir gerðu reyndar ekki en mér fannst við síðan stjórna leiknum í seinni hálfleik nokkuð vel.“
Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir góðan 2-0 útisigur á liði ÍA fyrr í kvöld á Skipaskaga.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KR

Sigurinn fleytir liði KR í fjórða sæti deildarinnar þar sem KA tapaði á sama tíma fyrir Breiðablik á Akureyri. Enn er einhver möguleiki á sæti í Evrópu að ári fyrir KR en markmiðin fram að lokum tímabils sagði Rúnar.

„Við lítum á þetta sem það verkefni að skila Íslandsmótinu af okkur með stolti. Við viljum alltaf reyna að vinna alla leiki og þó að við séum kannski ekki á þeim stað að berjast um titilinn eins og staðan er í dag þá viljum við vera eins ofarlega og við getum.“

Á dögunum birti Hjörvar Hafliðason nokkur myndbönd á Twitter þar sem hann tiltók nokkur atriði með Rúnari á hliðarlínunni þetta sumarið. Rúnar var spurður álits.

„Myndavélarnar eru alltaf í kringum varamannaskýlin og þær eru víða á vellinum. Mér er alveg sama hvað menn út í bæ segja og hef enga ástæðu til að commentera á það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner