Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Þriðja tap Kristianstad á tímabilinu
Mynd: Kristianstad
Kvennalið Kristianstad tapaði fyrir Häcken, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad og spiluðu allan leikinn.

Kristianstad lenti þremur mörkum undir en náði inn sárabótamarki undir lokin.

Þetta var þriðja tap Kristianstad á tímabilinu en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og er Björn Sigubjörnsson aðstoðarþjálfari.

Hacken er á meðan í öðru sæti með 29 stig, sex stigum á eftir toppliði Rosengård.
Athugasemdir
banner
banner