Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. september 2018 13:52
Magnús Már Einarsson
Hólmar Örn tekur við Víði Garði (Staðfest)
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Víði Garði í 2. deildinni en þetta kemur fram á Facebook síðu félagsins.

Hólmar Örn, sem hefur í sumar spilað með Keflavík, gerði tveggja ára samning við Víði.

Hólmar tekur við af Guðjón Árna Antoníussyni sem hefur stýrt Víði frá því um mitt sumar 2017. Í fyrra endaði Víðir í 3. sæti eftir að hafa barist um að komast upp í Inkasso-deildina en í ár endaði liðið í 9. sæti.

„Guðjón Árni Antoníusson og Sigurður Elíasson óskuðu eftir að stíga til hliðar sem aðal- og aðstoðarþjálfari Knattspyrnufélagsins Víðis að nýloknu tímabili. Nýtum við tækifærið og þökkum þeim hjartanlega fyrir allt sem þeir hafa gert. Leit að aðstoðaþjálfara er í vinnslu," segir á Facebook síðu Víðis.

Hinn 36 ára gamli Hólmar hefur lengst af á ferli sínum spilað með uppeldisfélagi sínu Keflavík en hann hefur einnig leikið með FH og Silkeborg í Danmörk.

Hólmar Örn er menntaður Íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem Íþróttakennari við Grunnskólann í Sandgerði.


Athugasemdir
banner
banner
banner