Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. desember 2017 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Messi labbaði framhjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Barcelona hafði betur gegn Real Madrid er liðin mættust á Santiago Bernabeu á Þorláksmessu.

Heimamenn í Real byrjuðu leikinn vel en Börsungar tóku öll völd í síðari hálfleik og uppskáru 3-0 sigur.

Lionel Messi var besti maður vallarins og hefur áhugaverð tölfræði blossað upp.

Þar kemur í ljós að Messi var labbandi 83,10% leiksins og skokkandi 10,80% af tímanum.

Venjulega labba leikmenn um 66% af einum leik. Þessi tölfræði kemur á óvart því Messi tók sex andstæðinga á í leiknum á meðan allt Real liðið tók aðeins tvo leikmenn á.

Messi skapaði fleiri marktækifæri en allir leikmenn Real samtals. Auk þess skoraði hann og lagði upp.




Athugasemdir
banner
banner