Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. desember 2020 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður Shakhtar að ganga til liðs við Atalanta
Viktor Kovalenko er á leið til Atalanta
Viktor Kovalenko er á leið til Atalanta
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta hefur komist að samkomulagi við úkraínska landsliðsmanninn Viktor Kovalenko en það er Goal.com sem greinir frá.

Kovalenko er 24 ára gamall miðjumaður en hann er uppalinn hjá Shakhtar.

Hann verður samningslaus næsta sumar og hefur hann þegar komist að samkomulagi um að ganga til liðs við ítalska félagið Atalanta.

Ítalska félagið vill þó reyna að fá leikmanninn í janúar og gæti því þurft að greiða Shakhtar til að fá hann fyrr.

Kovalenko hefur verið stjarna í liði Shakhtar en hann hefur unnið tíu titla með liðinu. Þá á hann 29 landsleiki að baki fyrir úkraínska landsliðið.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Atalanta fær til félagsins á stuttum tíma en danski landsliðsmaðurinn Joakim Mæhle kemur til Atalanta frá Genk í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner