Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 25. desember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shelley Kerr hættir með Skotland (Staðfest)
Shelley Kerr.
Shelley Kerr.
Mynd: Getty Images
Shelley Kerr er hætt sem landsliðsþjálfari Skotlands, en knattspyrnusambandið þar í landi tilkynnti þetta á aðfangadag.

Skotland hefur náð góðum árangri undir hennar stjórn, en mistókst að komast á sitt þriðja stórmót í röð eftir tap gegn Finnlandi í undankeppni EM í desember.

Kerr er 51 árs gömul og hafði hún meðal annars þjálfað Arsenal áður en hún tók við skoska landsliðinu 2017.

Hún stýrði Skotlandi á EM 2017 þar sem liðið féll úr leik í riðlakeppninni. Henni tókst svo að koma liðinu á HM 2019, en það var í fyrsta sinn sem Skotland kemst á HM.

Landsliðsþjálfarastarf Íslands er laust og Kerr er klárlega þjálfari sem gæti komið inn í myndina þar ef KSÍ ákveður að skoða að ráða erlendan þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner