Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal að missa af öðrum leikmanni?
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Tilraun Arsenal til að fá Arthur Melo frá Juventus virðist vera að renna út í sandinn þar sem ítalska félagið nær ekki að finna leikmann til að fylla hans skarð.

Mikel Arteta stjóri Arsenal vill fá brasilíska miðjumanninn lánaðan út tímabilið. Samkvæmt Mirror munu næstu tveir dagar væntanlega skera úr um hvað verður.

Juventus hefur áhuga á að fá Denis Zakaria frá Borussia Mönchengladbach og Bruno Guimaraes frá Lyon. Juve ætlar ekki að sleppa Arthur nema félagið fái inn miðjumann.

Arthur, sem er fyrrum leikmaður Barcelona. hefur verið í aukahlutverki hjá Juve og kom inn af bekknum í markalausa jafnteflinu gegn AC Milan á sunnudag. Það var aðeins níundi deildarleikur hans á tímabilinu.

Janúarglugginn er ekki að ganga að óskum hjá Arsenal. Dusan Vlahovic sóknarmaður Fiorentina var efstur á óskalistanum en Juventus virðist hafa tryggt sér serbneska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner