Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. mars 2019 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Gomez byrjaður að æfa með Liverpool
Joe Gomez og Neymar kljást í Meistaradeildinni
Joe Gomez og Neymar kljást í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Enski miðvörðurinn Joe Gomez er byrjaður að æfa með aðalliði Liverpool á ný eftir að hafa verið frá síðustu þrjá mánuði.

Gomez er aðeins 21 árs gamall en var farinn að stimpla sig inn sem lykilmaður liðsins áður en hann meiddist gegn Burnley í desember á síðasta ári.

Miðvörðurinn ungi hefur verið í endurhæfingu síðustu mánuði og er nú byrjaður að æfa með Liverpool.

Hann mun því væntanlega ná mikilvægum leikjum hjá Liverpool sem er að berjast við Manchester City um titilinn.

Liðið er auk þess komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Porto.

„Þetta lítur vel út. Gomez er meiðslalaus og er að koma sér í form. Hann var frá í 15 vikur og þarf að koma sér í gang fyrir lokaleiki tímabilsins," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Gomez á að baki 59 leiki fyrir aðallið Liverpool og þá á hann sex A-landsleiki fyrir enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner