Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. mars 2019 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Quagliarella kominn með tvö mörk fyrir Ítalíu - Elstur í sögunni
Fabio Quagliarella er markavél
Fabio Quagliarella er markavél
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Fabio Quagliarella er nú elsti markaskorari ítalska landsliðsins en hann gerði þriðja og fjórða mark Ítalíu gegn Lichtenstein í undankeppni Evrópumótsins.

Quagliarella er 36 ára gamall og virðist bæta sig á hverju tímabili en hann er lykilmaður í liði Sampdoria.

Hann er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar á þessu tímabili en hann er með 21 mark í 29 leikjum, tveimur meira en Cristiano Ronaldo hjá Juventus og Krzyzstof Piateki hjá AC Milan.

Hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið með félögum á borð við Juventus, Napoli, Torino, Fiorentina og Udinese. Einu sinni áður hefur hann skorað 21 mark á tímabili en það var fyrir tíu árum síðan er hann var á mála hjá Udinese.

Quagliarella skoraði 19 mörk fyrir Sampdoria á síðustu leiktíð og er nú búinn að skora tvö mörk fyrir ítalska landsliðið gegn Lichtenstein. Hann gerði mörkin úr vítaspyrnum undir lok fyrri hálfleiks og varð þar með elstu leikmaðurinn til að skora fyrir Ítalíu en hann Christian Panucci var 35 ára þegar hann skoraði árið 2008.

Staðan í leiknum er 4-0 fyrir Ítalíu og þá er Lichtenstein búið að missa mann útaf með rautt spjald.
Athugasemdir
banner
banner